Kim Kardashian og Kanye West eru bara venjuleg eftir allt saman – Sjáðu myndina

Hin nýbakaða móðir, Alice Bamford, var úti að borða með fjölskyldu sinni á veitingastaðnum Nobu í Hollywood á síðasta sunnudag. Alice lét mynda sig ásamt dóttur sinni og smellti svo myndinni auðvitað á Instagram – þar sem glöggir fylgjendur hennar komu auga á að þær mæðgur voru alls ekki einar á myndinni.

Sjá einnig: North West háorgandi á tískusýningu föður síns

gallery_nrm_1427304289-kim-kardashian-kanye-west-photobomb

Á bak við mæðgurnar leyndust þau Kim og Kanye, ásamt dóttur sinni North West. Segja má að sjaldan hafi litla fjölskyldan litið jafn eðlilega út. Kim alveg laus við að vera uppstríluð og að teygja sig eftir einhverju á gólfinu. North bara í nokkuð eðlilegum barnafötum og sitjandi í barnastól. Og Kanye bara ansi heimilislegur á hlýrabol. Engar yfirborðskenndar pósur og allir hressir.

Það er ekki vitað hvort Alice hafi tekið mynd af þeim óvart eða af ásettu ráði.

Sjá einnig: Er North West lík móður sinni? – Mynd af Kim úr æsku borin saman við mynd af North

SHARE