
Uppi eru sögusagnir í Hollywood um að Kim Kardashian(41) og Pete Davidson(27) séu nýjasta stjörnuparið í Hollywood. Þau fóru í Halloween gleðskap um helgina í Knott´s Scary Farm, ásamt Kourtney Kardashian og Travis Barker og fleiri vinum.
Sjá einnig: Hermosa gefur fullorðins-jóladagatal

Kim og Pete sáust oft haldast í hendur og fóru svo saman í nokkra rússíbana.

Þau mættu saman í atriði í Saturday Night Life fyrr í október, þar sem þau voru í hlutverkum Aladdin og Yasmine.
Heimildarmaður People vildi ekki meina að þau væru par, heldur bara rosa góðir vinir. Pete Davidson var, eins og margir muna, kærasti Ariana Grande.
Sjá einnig: Stjörnuspá fyrir nóvember 2021