Kim Kardashian prýðir nýjustu forsíðu vetrarútgáfu tímaritsins Paper eða réttara sagt afturendinn á henni þar sem hann fær að láta ljós sitt skína undir fyrirsögninni „Break the internet Kim Kardashian“.
Þetta tölublað Paper mun hiklaust slá einhver sölumet þar sem Kim er kviknakin á forsíðunni og í þokkabót olíuborin. Á annarri forsíðu af blaðinu er Kim aðeins betur klædd en þar situr hún fyrir með kampavínsglas vandlega uppstillt á afturendanum en myndin er endurgerð af frægri ljósmynd sem franski ljósmyndarinn Jean-Paul Goude tók fyrir mörgum árum.
Kim birti síðari myndina á Twitter síðunni sinni með undirskriftinni:
And they say I didn´t have a talent… try balancing a champagne glass on you ass LOL #BreakTheIntenet #PaperMagazine
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kim lætur fötin fjúka fyrir myndatöku en árið 2007 sat hún nakin fyrir Playboy.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.