Í síðasta þætti af Keeping Up With The Kardashians sem var sýndur á sunnudagskvöldið kom í ljós að Kim Kardashian á von á barni númer 2 með eiginmanni sínum og tónlistarmanni Kanye West.
Kim er komin þrjá mánuði á leið en óléttubumban er ennþá afar smá, eins sjá mátti þegar raunveruleikanstjarnan mætti í bleikum latex kjól á viðburð á þriðjudagskvöldið.
Í viðtali við Us Weekly greindi Kim frá því að hún hyggðist nýta sér næringu til að halda sér heilbrigðri í gegnum meðgönguna. Síðasta meðganga var Kim erfið en hún viðurkennir að hafa borðað kleinuhring á hverjum einasta degi. Hún ætlar svo sannarlega ekki að gera það í þetta skiptið en Kim segir að hún ætli einnig að taka því rólega og njóta sín betur.
Dóttir Kim og Kanye, North West, sem verður brátt tveggja ára er sögð vera afar spennt yfir nýja barninu en gerir sér þó ekki alveg grein fyrir því hvað sé að eiga sér stað. Hún er eflaust einnig töluvert spenntari fyrir afmælinu sínu en samkvæmt fjölmiðlum verður það haldið í Disneylandi.
Þegar Kim var spurð hvort að Kanye myndi hjálpa henni meira í gegnum þessa meðgöngu heldur en þá síðustu sagðist Kim vera vongóð.
Sjá einnig: Kim Kardashian á von á öðru barni sínu
Sjá einnig: Kim Kardashian vill eignast annað barn og það strax!
Sjá einnig: Hvernig Kim Kardashian æfir á meðgöngunni – Myndband
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.