Kim Kardashian heldur áfram að vekja athygli á tískuvikunni í París en fyrr í dag steig hún fram með ljóst hár. Raunveruleikastjarnan og eiginmaður hennar Kanye West mættu á tískusýningu Lanvin á fimmtudagskvöldið en kjóllinn sem Kim klæddist fór varla fram hjá neinum.
Kim klæddist gegnsæjum netakjól og sleppti því að vera í brjóstarhaldara undir svo geirvörturnar á henni fengu að líta dagsins ljós. Kjóllinn fór einstaklega vel við ljósu lokkana en hún klæddist svörtum jakka yfir.
Í ágúst á síðasta ári viðurkenndi Kim að Kanye væri afar hrifin af ljósu hári en hún vildi ekki lita það ljóst stuttu eftir að hún átti North þar sem henni þótti andlit sitt ennþá þrútið.
Tengdar greinar:
Kim Kardashian gjörsamlega umturnar útliti sínu
Kim Kardashian notar barnið sitt sem fylgihlut
Bíll með Kim Kardashian, Khloe, Kylie og North endaði úti í skurði
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.