Kim Kardashian gerir fátt annað en að senda blóm í allar áttir þessa dagana en raunveruleikastjarnan virðist kunna vel að meta þann stuðning sem hún hefur fengið vegna nektarmyndarinnar umdeildu. Modern Family leikkonan unga, Ariel Winter, var ein af þeim sem tók upp hanskann fyrir Kim þegar umræður stóðu sem hæst á helstu samfélagsmiðlum.
Sjá einnig: Fékk þakklætisvott frá Kim Kardashian
Kim fylgdist augljóslega vel með umræðunni sem fór fram og var ekki lengi að sýna Ariel þakklæti sitt í verki. Á miðanum sem fylgir blómvendinum stendur:
Hey I wanted you to know I saw your tweets last week and I really appreciate your support. Women supporting other women is so powerful.