Það er rétt tæplega vika síðan að heimsbyggðin fékk fregnir af því að Kanye West og Kim Kardashian ættu von á öðru barni. Slúðurpressan er strax farin að velta sér upp úr útliti Kim og gefa í skyn að hún líti ekki jafn vel út og venjulega.
Sjá einnig: Kim Kardashian á von á öðru barni sínu
Morgunógleðin er víst alveg að fara með Kimmie, en hún er dugleg að ,,tísta” og leyfa sínum fjölmörgu aðdáendum að fylgjast með sér.
Morgunógleði eða ekki, hún lítur alltaf óaðfinnanlega út.
Sjá einnig: Kim Kardashian: Eins og Marilyn Monroe á forsíðu brasilíska Vogue