Kim Kardashian tjáir sig um kynleiðréttingarferlið hjá Bruce

Viðtalið við Bruce Jenner sem margir biðu spenntir eftir var sýnt í Bandaríkjunum á föstudaginn en þar tjáði hann sig um það í fyrsta skipti að hann væri kona. Miklar getgátur hafa verið um það hjá fjölmiðlum hvort að Bruce væri að gangast í gegnum kynleiðréttingarfeli en í rúmt ár gaf Bruce engin svör.

Sjá einnig: „Fokkaðu þér, Perez!“ – Kris brjálast vegna Bruce Jenner á Twitter

Á mánudaginn verður viðtal við stjúpdóttur Bruce, Kim Kardashian, í þættinum Today Show en þar mun hún ræða í fyrsta skipti um kynleiðréttingarferli Bruce. Sjónvarpsstöðin ABC sem sýnir Today Show birti smá sýnishorn úr þættinum á laugardaginn en þar ræðir Kim um það hvernig fjölskyldan stendur við bakið á honum.

Ég held að við eigum ennþá eftir að venjast þessu og við erum í fjölskyldumeðferð. Við erum mjög náin. Ég sé fréttir um að, „þessi styðji ekki við bakið á honum og þessi sé þarna og að mamma mín finnist eitthvað“. Þetta er allt bara uppspunir. Við styðjum hann. Er þetta erfið breyting? Já.“

Kim lokar á allt tal um eitthvað bull og segir að þó að þetta sé erfið breyting fyrir marga í fjölskyldunni þá séu þau öll svo stolt af honum.

Sjá einnig: „Ég get ekki lifað í lygi lengur; ég er kona“ – Bruce Jenner

SHARE