Forsíða „Sjálfu-bókar” Kim Kardashian West var opinberuð á Twitter nú fyrir stuttu; forsíðan sem ófáir hafa beðið með eftirvæntingu
Kim Kardashian er óþreytandi í viðleitni sinni á netinu og deildi þannig allsvaðalegri ljósmynd a Twitter fyrr í vikunni; forsíðuljósmynd Sjálfu-bókarinnar sem mun koma út í apríl á þessu ári og inniheldur hvorki meira né minna en 352 sjálfsmyndir af raunveruleikastjörnunni.
Bókin inniheldur „sjálfu-myndir” af Kim … og ekkert annað.
Kim deildi ljósmyndinni, sem er … vægast sagt djörf … og sagðist við sama tækifæri vera ógurlega spennt fyrir útgáfunni, sem Kanye er sagður hafa hvatt spúsu sína til að láta verða af:
So proud to share the cover of my book Selfish, out in May! pic.twitter.com/6gyWQHRjLh
— Kim Kardashian West (@KimKardashian) January 20, 2015
Bókin kemur út þann 28 apríl, að því er kemur fram á kynningarsíðu útgáfunnar, en sem að ofan segir mun bókin innihalda 352 sjálfsmyndir af Kim við fjölbreytilegar aðstæður, allt frá fáklæddum baðspeglaskotum og til nærmynda af Kim með varastútinn fræga.
Hún hefur oftlega verið talin frumkvöðull á sviði sjálfu-skota – sem eru sjálfsportret tölvualdar – en þannig hefur Kim fullnumið þá flóknu list að taka aðlaðandi og afar persónulegar ljósmyndir af sjálfri sér. Nú má sjá í alfyrsta sinn á prenti, bókina sem Kim ritstýrði sjálf en ritið inniheldur röð sjálfu-mynda sem Kim er stolt og hreykin af, allt frá ævagömlum sjálfsmyndum og til samtímaskota af Kim í kynþokkafullu ljósi, en einnig geta lesendur gægst bak að tjaldabaki með Kim og fengið að sjá brot úr daglegu lífi stórstjörnunnar.
Bókin mun bera heitið Selfish og kemur til með að kosta litla 20 dollara, eða 2.600 íslenskar krónur.
Tengdar greinar:
Ráðist á Kim Kardashian í París
Faðir hennar vissi strax að karlmenn myndu þrá hana
Nánast ómögulegt fyrir hana að verða ófrísk
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.