Hjónin Kim Kardashian og Kanye West sem eru metin upp á rúmlega 29 milljarða íslenskra krónu gerðu sér lítið fyrir og flugu á almennu farrými til Armeníu. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem hjónin fljúga á almennu farrými.
Aðdáandi sem sat hliðina á hjónunum og dóttur þeirra North í fluginu náði mynd af þeim þar sem Kanye svaf uppréttur en Kim hafði hjúfrað sig saman til þess að sofa.
Eignir Kim eru metnar upp á rúmlega 12 milljarða og eignir Kanye á 17 milljarða svo flugmiðarnir hafa ekki verið mjög dýrir fyrir parið. Kim bókaði síðan tvær hæðir á einu flottasta hótelinu í Yerevan fyrir sig og föruneyti sitt.
Sjá einnig: Æstur múgur réðst að Kim Kardashian í New York
Sjá einnig: Reyndi að stela athyglinni frá Kim Kardashian og Kanye West
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.