Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og rapparinn Kanye West áttu notalegan sunnudag með dóttur sinni North West. En Kim greindi nýlega frá því að North ætti svolítið erfitt með að deila athygli foreldra sinna með litla bróður sínum, Saint West. Þennan sunnudag átti North hins vegar óskipta athygli Kim og Kanye, þar sem þau röltu saman um verslunarmiðstöð í Los Angeles og máttu lífverðir fjölskyldunnar hafa sig alla við að bera glæný leikföng út í bíl.
Sjá einnig: Kim Kardashian deilir nýrri mynd af syni sínum Saint West