Kim og kúrvurnar

Kim Kardashian lá ekki beint í felum þegar hún var stödd í Van Nuys, Kaliforníu, um helgina í tökum fyrir þættina Keeping Up with the Kardashians.

Sjónvarpsstjarnan, sem er 34 ára, er vön því að vera umkringd æsifréttaljósmyndurum sem fylgja henni um hvert fótspor. Þessar ljósmyndir voru teknar í lok tökudags og sést Kim ganga nokkuð spök á svip í aðþrengdum klæðnaði þar sem kúrvurnar fá vel að njóta sín. Hún á ekki met í rassa-selfie myndatökum fyrir ekki neitt!

Kim er gift rapparanum Kanye West og saman eiga þau dótturina North West sem varð eins árs í sumar. Fyrir nokkrum dögum síðan voru hjónin stödd á Maui en það var óvissuferð og í leiðinni afmælisgjöf Kanye til Kim. Kim setti mynd á Instagrammið sitt og Kanye setti eftirfarandi orðsendingu á Twitter; “Happy Birthday baby! Thank you for being the dopest wife & mom! Sometimes I feel like just saying I love you isn’t strong enough to express how much I love you…”

Kim lítur ekki út fyrir að vera sérstaklega hress. En það er kannski ekki skemmtilegt heldur að láta elta sig á röndum allan daginn.

Screen Shot 2014-10-27 at 09.56.20Screen Shot 2014-10-27 at 09.57.20Screen Shot 2014-10-27 at 09.57.32Screen Shot 2014-10-27 at 09.57.07Screen Shot 2014-10-27 at 09.56.47Screen Shot 2014-10-27 at 09.58.06Screen Shot 2014-10-27 at 09.57.46

 

Heimild: Just Jared

SHARE