Kim Kardashian hefur verið öflug í því að nota vinsældir sínar til að góðra verka. Hún bjargaði 17 manns sem sátu saklaus í fangelsi á 90 dögum og má segja að það sé ákveðið afrek.
Margir þekkja mál Brendan Dassey en sería á Netflix, Making a Murderer, hefur verið vinsæl mjög lengi. Í henni hefur verið fjallað um morðið á Teresa Halbach en Brendan var handtekinn fyrir morðið ásamt móðurbróður sínum Steven Avery. Brendan sem á við þroskaskerðingu að stríða var aðeins 16 ára þegar morðin áttu sér stað og er látið í það skína í þáttunum að hann hafi verið plataður til að játa.
Sjá einnig: Kim Kardashian greind með gigt
Í seinustu viku lögðu lögfræðingar Dassey fram formlega beiðni um miskunn fyrir Brendan og einnig var birt bréf Brendans til ríkisstjórans í Wisconsin.
Kim studdi við beiðnina með því að setja á Twitter „Please @GovEvers Read this letter.“
Sjá einnig: Kim vakti athygli á Emmy
Haft var eftir ríkisstjóranum, Evers, að hann myndi skoða þetta mál á sama hátt og öll hin málin og Brendan fái enga sérmeðferð.