Kim Kardashian og Kanye West létu sér ekki nægja eina brúðkaupsferð heldur nutu þau nú lífsins í sinni annari brúðkaupsferð í Mexíkó.
Kim og Kanye dvöldu í síðustu viku í húsi góðs vinar í Punta Mita þar sem Kim lá í sólbaði í gegnsæjum topp og svörtum bikiní buxum. Raunveruleikastjarnan er í sínu besta formi og leit ákaflega vel út þar sem hún slakaði á við sundlaugarbakkann.
Þrátt fyrir að hjónin hafi eytt vikunni í einkahúsi náðu ljósmyndarar samt að ná nokkrum myndum af Kim þar sem hún fékk sér sundsprett og lá í sólbaði.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.