Ég er oft spurð hvaða tækni ég noti til að skyggja andlitið þegar ég er að farða eða hvernig ég geri “lýsingu” undir augun. Ég fæ oft konur til mín sem eru óánægðar með “baugana” eða sjáanlegar línur undir augum. Það skiptir ekki máli hvort þú sért tvítug eða fimmtug, sumir hafa bara þannig lag á andlitinu að þeim finnst þeir alltaf líta út fyrir að vera með bauga.
Þegar ég var yngri var ég alltaf að prófa mig áfram með förðun. Ég skoðaði fólk í kringum mig sem mér fannst farða sig vel og pikkaði upp og útfærði á minn hátt. Ég legg mikið upp úr því að skyggja andlitið vel þegar ég er að farða enda finnst mér það gera gæfumuninn. Ein af þeim Hollywood stjörnum sem mér finnst hafa færasta förðunarfræðinginn í sínu liði er góðvinkona mín Kim Kardashian. Hann einmitt skyggir andlitið á henni á fullkominn hátt og hér að neðan getur þú lært trixin!
Æfingin skapar meistarann og þú getur lært heilmikið á því að horfa á myndbönd og æfa þig fyrir framan spegilinn.