Kindin hafði dregist um 20 metra undir bílnum

Í gær var ekið á kind og tvö lömb í Kolfgrafarvík í Árneshreppi á Ströndum. Aðkoman að þessu slysi var hrikaleg að sögn Þorsteins Guðmundssonar, bónda á Finnbogastöðum.

Kindin hefur dregist um 20 metra undir bílnum og keyrði manneskjan líka á bæði lömbin, það voru engin merki um að viðkomandi hefði reynt að bremsa. Ég held ég hafi aldrei séð eins slæmt slys, og það sem mér finnst allra verst er að manneskjan hafi ekki gefið sig fram

 

10400005_10153053791424372_8970408820893649942_n

 

Þorsteinn bætir því við að bændur vilji fá að vita af svona slysum svo hægt sé að bregðast við:

Slys geta alltaf gerst og maður vill fá að vita þegar er keyrt á dýrin svo við getum tilkynnt tryggingunum þetta til að fá tjónið bætt

 

11403429_10153053791324372_5747386229572960525_n

 

Þess má geta að þegar Þorsteinn kom á slysstað hafði kindin ekki verið tekin af veginum heldur bara verið keyrt í burtu og allt skilið eftir.

11694815_10153053791279372_3893905693804105657_n

 

11665632_10153053791199372_2711653936075052851_n

SHARE