Nú styttist í það að við gefum þessa frábæru hrærivél frá KitchenAid og fer hver að verða síðastur til að skrá sig til leiks. Við höfum undafarna vikur birt skemmtilegan fróðleik um vélina og uppskrift.
Hér er ein dásamleg uppskrift, uppskriftina fengum við í Stóru matreiðslubókinni frá KitchenAid sem fylgdi afmælisútgáfu vélarinnar.
LORRAINE-BAKA
Bökudeig:
Gerir um það bil 300g ( nóg fyrir eina stóra eða 6 litlar bökur )
Undirbúningstími: 10 mínútur.
Kælitími: 30 mínútur.
200gr. hveiti
¼ tsk salt
2 msk. Flórsykur ( fyrir sætt bökudeig )
100gr. kalt smjör
1 hrært egg
1 tsk. sítrónusafi
1-2 msk. ísvatn
Setjið hveitið, saltið og flórsykurinn ( ef hann er notaður ) í hrærivélaskálina. Skerið smjörið í teninga og bætið við útí skálina. Blandið með hræraranum á hraða 2 þar til að blandan líkist brauðmolum.
Bætið við egginu, sítrónusafanum og ísvatninu. Haldið áfram að hnoða þar til að deigið verður slétt. Setjið deigið á borðið, sem svolitlu hveiti hefur verið stráð á, og hnoðið stuttlega. Mótið deigið í kúlu, vefjið því inn í plastfilmu og kælið það í að minnsta kosti 30 mínútur.
Fylling:
Undirbúningstími: 10 mínútur
Eldunartími: 50 mínútur
25.gr. smjör
250 gr. reykt beikon/skorið
4 egg
150 ml. mjólk
150 ml. rjómi
nýmala múskat á hnífsoddi
2 msk. klipptur negull
salt og nýmalaður svartur pipar
Forhitið ofninn í 200° Fletjið deigið í hring og fóðrið smurt 23 cm tertuform með því. Stingið allan botninn með gafli og fóðrið með smjörpappír. Fyllið með bökunarbaunum og bakið „blint“ í 15 mínútur. Takið síðan pappírinn og bökunarbaunirnar úr. Minnkið síðan ofnhitann í 180°
Búið til fyllinguna. Bræðið smjörið á stórri steikarpönnu og snöggsteikið beikonið þar til að það er orðið gullinbrúnt. Látið beikonið þerrast á eldhúspappír, dreifið því síðan yfir deigið. Blandið saman eggjunum, mjólkinni, rjómanum, múskatinu og negulnum í hrærivélaskálinni með þeytaranum á hraða 4. Hellið yfir beikonið og bakið í 35 – 45 mínútur þar til að bakan er orðin gullbrún efst og fyllingin hefur rétt stífnað. Berið fram volga eða við herbergishita ásamt grænum salatblöðum.