Kjól Lupitu Nyong’o stolið af hótelherbergi

Lupita Nyong’o klæddist sérhönnuðum kjól frá Calvin Klein á Óskarsverðlaunahátíðinni síðustu helgi. Kjóllinn sem er þakinn 6.000 perlum kostar hátt í 20 milljónir íslenskar krónur!

Eftir hátíðina geymdi Lupita kjólinn á herberginu sínu á The London hótelinu í Los Angeles. Í gær tilkynnti hún svo að kjólnum hefði verið stolið. Það getur varla verið auðvelt að selja þennan fræga kjól á svörtum markaði og komast upp með það.

1000

Grein birtist upphaflega á nude-logo-nytt1-1

 

Tengdar greinar: 

Nektarmyndum Lindsay Lohan stolið

Sexting margfaldast í efstu bekkjum grunnskóla

 

SHARE