Þetta forvitnilega verk eftir bresku listakonuna Susie MacMurray felst í tæplega 2 metra kjól sem búinn er til úr 1400 uppþvottahönskum. Öllum hönskunum hefur verið snúið á rönguna. Litavalið virðist benda til að um brúðarkjól sé að ræða, sem fær áhorfandann til að íhuga merkingu listaverksins.
Þó að verkið virðist í fyrstu vera skemmtilegur tískufatnaður, þá vekur það mann til umhugsunar þegar maður hefur í huga hvaða efni og form er notað. Með því að notast við gínu þá hefur MacMurray líkt eftir kvenmannslíkama sem er hulinn af uppþvottahönskum. Í fjarska virðist kjólinn fjaðurlegur og léttur, en þegar hann er skoðaður nánar þá tekur maður eftir þunga hans og næstum kæfandi eiginleika. Tengslin milli kvenlíkamans og vinnunar sem vanalega er ætlast til að konur sinni, fær áhorfandann til að velta fyrir sér félagslegum og menningarlegum viðhorfum.
Heimasíða Suzanne hér
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.