Kjúklingapottur

Hún Ragnheiður hjá Matarlyst heldur áfram að fara á kostum með uppskriftirnar sýnir og er alveg dásamlegt að fletta í gegnum síðuna hennar til þess að fá hugmyndir. Þennan afar góða kjúklingapott er vert að prófa en hann leikur við bragðlaukana, inniheldur m.a koríander, spínat og sætar kartöflur.
Berið réttinn fram með hrísgrjónum, rótí brauði og toppa með chili eða hvítlauksolíu

Hráefni

4 kjúklingabringur ca 700-900 g
1 ½ msk turmerik krydd
2 tsk engifer krydd
5-6 msk sesamolía
2 shallot laukar smátt skornir eða ½ laukur smátt skorinn.
3 hvítlauksrif pressuð
2.5 cm fersk engifer rifið/pressað
½-1 tsk cayanne pipar eða eftir smekk
Ferskt koriander ca 7-10 g góð lúka.
1 sæt kartöfla skorin í teninga ca 1×1cm
240 ml Kjúklingasoð (500 ml vatn + 1 kjúklingateningur frá knorr sett í pott hitað að suðu hrært þar til samlagast)
400 ml kókosmjólk (ekki létt) eða kókosrjómi
2 msk fiskisósa
70-80 g ferskt spínat
1 stk lime kreysta safann úr
Sjávarsalt til að smakka til með ca 1
-2 tsk eftir smekk.
Maizena sósujafnari til að þykkja

Meðlæti

Hrísgrjón
Rótí brauð
Chili olía

Aðferð

Skerið kjúklingabringur í tvennt langsöm og svo í 6-8 bita. Setjið í skál, hellið 2 msk sesamolíu yfir ásamt kryddum engifer og turmerik. Látið standa í u.þ.b 5 mín.
Hitið 2-3 msk sesamolíu í potti/pönnu.Brúnið kjúkling á öllum hliðum tekur um 2-3 mín. Bætið út á lauk, hvítlauk, engifer, cayanne pipar og koriander steikið í 3 mín.
Setjið sætar kartöflur út í pottinn, ásamt soðinu

Setjið 240 ml af soði út í ásamt kókosmjólk og fiskisósu, hrærið saman. Setjið lokið á og eldið í 25 mín eða þar til kjúklingur er eldaður í gegn og kartöflur mjúkar.

Ef sósan er þunn setjið þá ca 3- 5 msk Maizena sósujafnara út í.

Bætið út í lime safa og salti byrjið á ½-1 tsk smakkið til. Að lokum fer spínatið út í blandið því saman við.

Berið fram með hrísgrjónum, rótí brauði eða naan, fersku koriander chili olíu mæli eindregið með henni gott er að dassa örlitlu af olíunni yfir réttinn. Hvítlauksolía er líka góð með.

Rótí brauð

Hráefni

8 dl hveiti
2 msk lyftiduft
2 msk sykur
2 tsk salt
Kalt vatn þar til deigið samlagast vel.

Aðferð

Blandið þurrefnunum saman í skál, bætið vatni út í þurrefnin, blandið þar til deigið sleppir vel hendi og hefur samlagast vel.

Mótið litlar kúlur á stærð við golfkúlu, fletjið þær út þunnt og steikið á olíuborinni heitri pönnu um stund og snúið við og steikið hina hliðina.
Gott er að pensla brauðið með hvítlauksolíu.

SHARE