Hér kemur ein fljótleg, auðveld og holl uppskrift að kjúklingabaunabuffum frá snillingunum á Eldhússystrum.
Kjúklingabaunabuff
2 dósir kjúklingabaunir
1 tsk salt
Pipar eftir smekk
1 hvítlauksrif, pressað
1/2 dl brauðrasp
1 egg
1,5 msk steinselja, smátt söxuð (má líka nota þurrkaða)
Hveiti
Sólblómaolía
Látið renna af baununum og skolið þær. Setjið þær í matvinnsluvél eða notið töfrasprota og maukið þær. Blandið hvítlauk, salti, pipar og steinseljunni saman við, ásamt eggjum og brauðmylsnu og hrærið vel saman. Hægt er að bæta eggi við ef maukið er of þurrt.
Setjið hveiti á disk og hitið steikarpönnu með olíu á. Búið til buff, u.þ.b. 7 stykki, veltið upp úr hveitinu og steikið svo á pönnunni, nokkrar mínútur á hvorri hlið. Buffin eru tilbúin þegar þau eru gullinbrún og heit í gegn.
Berið fram með ferskri jógúrtsósu t.d., salati og hrísgrjónum.
Endilega smellið einu like-i á Facebook síðu Eldhússystra.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.