Þessi er ekki bara góður og einfaldur að gera heldur er hann stútfullur af hollustu og allir geta borðað hann.
Uppskrift:
1 laukur
1/2 dl madras mauk frá Pataks
2 dósir kjúklingabaunir
1 dós kókosmjólk
Aðferð:
Saxið laukin og steikið svo upp úr olíu þar til mjúkur.
Setjið madras maukið útí, má minnka magn ef þið viljið milda réttinn.
Hellið vatni af kjúklingabaunum, skolið baunir vel og bætið þeim svo útí ásamt kókosmjólkinni.
Sjóðið í 10 til 15 mín
Gott að bera fram með naan brauði og grjónum
Sjá meira: Karrý kjúklingasúpa
Þessi réttur kemur úr safninu hennar Röggu bók 2
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!