Kjúklingasamloka með mozzarella og aioli majónesi

Þessi er ótrúlega girnileg og góð. Kjúklingurinn, mozzarella og sósan. Fullkomin samsetning frá Lólý.is 

Kjúklingasamloka með mozzarella og aioli majónesi

2 ciabatta brauð eða annað gott brauð
1 kúla ferskur mozzarella
2 tómatar
2 kjúklingabringur
1 salat laukur
salat
aioli majónes eða aioli smjör
smá hvítlauksolía til að smyrja á brauðið
salt il að krydda brauðið með (ég notaði parmesan basil salt frá Nicolas Vahé)
2 dl Barbecue sósa til að setja á kjúklinginn(mín upáhalds er KC Masterpiece sem fæst í Kosti)
1 dl Soy og sesam tómatsósa frá Nicolas Vahé
Chillisósa(blanda saman sýrðum rjóma og chilli tómatsósunni frá Heinz)

Blandið saman barbeque sósunni og tómatsósunni og berið á kjúklinginn. Grillið kjúklinginn þangað til að hann er grillaður í gegn eða c.a 20 mínútur. Látið hann kólna og skerið í sneiðar. Smyrjið brauðið með hvítlauksolíunni og kryddið með smá salti og grilllið brauðið þangað til þið fáið fallegar rendur í það. Svo er gott að blanda saman sýrða rjómanum og chillisósunni til að hafa tilbúna þegar þið raðið á samlokuna ykkar.
Svo er bara að raða á brauðið – smyrjið aioli á neðri hlutann, svo salat, laukur, tómatar og kjúklingur. Skerið mozzarella ostinn í sneiðar og raðið ofan á kjúklinginn svo chillisósuna yfir og svo er bara að loka samlokunni, smella á disk með PikNik kartöflum og njóta.

 

Endilega smellið „like-i“ á Lólý á Facebook. 

loly

SHARE