Þessi dásemd kemur úr safni Röggurétta.
Uppskrift:
600 gr úrbeinuð kjúklingalæri
2 dl hveiti
1 tsk paprikuduft
1 tsk chilliflögur
1 tsk cummin
1 msk oreganó
1 tsk salt
0,5 tsk pipar
2 egg
1 dl mjólk
1,5 dl brauðrasp
1,5 dl nachos flögur- kurlaðar
2 msk rifin parmesanostur
2 msk smjör
2 sítrónur
Aðferð:
Berjið lærin með buffhamri þannig að þau verði öll jafnþykk. blandið öllum kryddum vel saman við hveitið og veltið lærunum upp úr blöndunni.
pískið eggin og mjólkina vel saman og veltið lærunum upp úr eggjablöndunni.
Blandið raspinu og nachos- kurlinu og parmesanostinum saman og veltið lærunum upp úr þeirri blöndu. Steikið á millri heitri pönnu upp úr olíu og smjöri 3 til 4 mín á hvorri hlið. Fínrífið börk af einni sítrónu yfir lærin og kreistið safan yfir.
Borið fram með sítrónubátum, salati og kartöflum.
Sjúklega gott og ekki verra með köldu hvítvíni on the side.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!