Kjúklingur í kókosmjólk með karrí og banönum

Kjúklingur í kókosmjólk með karrí og banönum

Fyrir 4

4 kjúklingabringur frá Ísfugl
1 rauð paprika
1 laukur
2 teskeiðar sterk karrísósa
2 dl kókosmjólk
2 bananar
50 gr möndluspænir
fersk kórianderblöð
matarolía
salt og pipar

Skerið paprikuna, laukinn og kjúklinginn í grófa teninga. Hitið olíu í stórri pönnu og mýkið varlega laukinn og paprikuna. Bætið kjúklingnum svo á pönnuna og brúnið aðeins. Bætið karrísósunni út í og blandið vel saman. Setjið kókosmjólkina út í og látið malla í 10 mínútur eða þar til paprikan er soðin. Saltið og piprið eftir smekk.

Gott er að láta réttinn vera í pönnunni í nokkrar mínútur áður en hann er borinn fram. Þá tekur kjúklingurinn í sig safann og það kemur i veg fyrir að hann verði þurr. Ristið möndluspænina á þurri pönnu á meðan. Skerið að lokum bananana í sneiðar, bætið á pönnuna og hitið upp réttinn. Stráið möndluspónunum yfir ásamt smátt söxuðu koríander. Berið fram með basmati hrísgrjónum.

SHARE