Kjúklingur í mangó- og kókossósu
4-6 kjúklingabringur (eða lundir) frá Ísfugl skornar í bita
4 hvítlausrif kramin og smátt söxuð
1 lítil dós ananas í bitum (hellið vökvanum af)
2 dósir kókosmjólk
1 lítil krukka mangó chutney
Kjúklingurinn brúnaður á öllum hliðum og lagður til hliðar. Hvítlaukur er þá steiktur í um það bil 15 sekúndur. Þá er kókosmjólkinni hellt yfir og mangó chutney blandað saman við þetta. Ananasbitarnir settir út í og loks kjúklingurinn. Látið malla í 20-30 mínútur. Borið fram með hrísgrjónum og/eða salati og brauði.