Kjúklingur með brúnuðum hrísgrjónum

Þessi er frábær sunnudagsmatur

Kjúklingur með brúnuðum hrísgrjónum

1 kg kjúklingabitar frá Ísfugl
1 msk matarolía
1/2 tsk paprikukrydd
1/2 tsk salt
2 dl hrísgrjón
100 gr gulrætur
1/4 tsk. engifer

Hitið ofninn í 200°C.

Blandið saman olíu og kryddi og penslið blöndunni á kjötbitana. Raðið þeim með kjöthliðina niður í smurt eldfast mót. Steikið í ofni í 10 mínútur og snúið síðan bitunum og steikið í 20 – 25 mínútur.

Látið grjónin þurr í þurrt stórt mót efst í ofninn um leið og kjúklinginn og brúnið í 8-10 mínútur. Hreinsið gulrætur og skerið í sundur. Losið grjónin í minna eldfast mót. Blandið gulrótum, salti og engifer saman við og síið kjúklingasoðið yfir. Látið í ofninn við hliðina á kjúklingnum eða neðst í ofninn og bakið í 25 mínútur.

Berið þetta svo fram með grænmetissalati og sýrðum rjóma.

Ísfugl logo 120x70 pix_transp[1]

SHARE