Kjúlli með pestó og piparosti

Þessi dásemdar réttur kemur frá henni Röggu mágkonu og er ekkert smá góður.

Uppskrift:

4-6 kjúklingabringur
1 krukka rautt pestó
2 piparostar
1/2 líter matreiðslurjómi.

Aðferð:

Piparostur rifinn niður eða saxaður smátt.

Skorinn vasi í kjúklingabringurnar og ca 1 teskeið af rauðu pestói sett í hann og smá af rifna piparostinum.  Fylltu bringurnar settar í eldfast mót.

Smá pestó sett yfir hverja bringu og restin af rifna ostinum dreift yfir, loks er rjómanum hellt yfir allt og þetta bakað í ofni við 180 gráður í um 40 mínútur.

Borið fram með góðu salati og hvítlauksbrauði.

Njótið í botn.

 

SHARE