Klám er ekki bara skemmtilegt heldur er klám konum hollt. Þetta staðhæfa sérfræðingar Marie Claire og vísa máli sínu til stuðnings í vísindalegar rannsóknir.
Talsvert vatn er runnið til sjávar síðan klám þótti argasti dónaskapur, snípurinn var enn óþekkt líffæri og karlar einir höfðu einkaleyfi á greddu. Án þess að undirrituð geti fullyrt nokkuð í þá veru að klám sé konum jafn hollt og af er látið, er forvitnilegt að renna yfir þær staðhæfingar sem sérfróður penni Marie Claire fullyrðir.
.
Vísindalegar rannsóknir hafa leitt í ljós að klám getur dregið úr ofbeldi:
Enginn vafi leikur á að afbrigðilegt klám er allt annað en uppbyggilegt áhorfs og í raun má leiða rökum að því að klám geti ýtt undir afbrigðilegar kenndir. En hér er ansi djúpt í árina tekið einnig – því hvað er klám í raun? Til eru fjölmargar og ólíkar gerðir af klámi og það sem einn túlkar sem saklausa erótík þykir öðrum argasti dónaskapur.
Þess utan er óhóflegt klámáhorf engum hollt – en hér er ekki verið að vísa í áráttukennda ásókn í stranglega bannað efni – heldur þá staðreynd að rannsóknir hafa leitt í ljós að tengsl eru á milli klámáhorfs og lægri tíðni kynferðisglæpa. Með öðrum orðum; hóflegt áhorf á erótískt og siðlegt klám getur dregið úr ofbeldisverkum. Ótrúlegt en satt.
.
Klámáhorf getur rutt feimni úr vegi og opnað á viðkvæma umræðu:
Allir iðka sjálfsfróun í einhverjum mæli; á einhverju tímaskeiði ævinnar. Það er næsta náttúrulegt að iðka sjálfsfróun – sumir gera það í laumi og skammast sín jafnvel um leið meðan aðrir fara stórum og ræða sjálfsfróun gjarna yfir kaffibolla, kinnroðalaust.
Að horfa á klám með maka getur opnað fyrir viðkvæma umræðu og rutt blygðun og skömm úr vegi; klámáhorf getur hreinsað andrúmsloftið og hjálpað pörum að byggja upp aukna nánd í kynlífinu. Umræða um kynlífsathafnir, hvað er gott og hvað er ekki æskilegt í rúminu – allt getur þetta verið næsta vandræðalegt að ræða – þar til klámið er komið til sögunnar.
.
Ekki allt klám er gróft og ljótt – klám getur líka verið létt og frelsandi:
Kynlíf er einfaldlega yndislegt. Fullnæging er góð og sjálfsfróun er heilbrigð, eðlileg og æskileg. Hverju sem jafnréttisbaráttunni líður og hvað sem aðrir kunna að segja, er erfitt að horfa hjá þeirri staðreynd að til eru svo margar gerðir af klámi að nær ógerlegt er að telja þær allar upp.
Femínistaklám. Klám fyrir konur. Alls konar klám er til. Erótískar myndir. Ljósbláar kvikmyndir. Dökkbláar myndir og dónaklám. Einhver vitringurinn sagði að klám sem framleitt er sérstaklega fyrir konur væri í raun niðrandi fyrir konur þar sem verið væri að þrengja að og skilgreina kynhvöt þeirra enn fremur – að sjálfar ættu konurnar að stýra því með öllu hvers kyns klám höfði til þeirra í stað þess að láta markaðsöflin leiða sig í blindi áfram.
Gott segi ég og bæti því við að höfði femínískt klám (því það er til) til kvenna, þá eigi konur fyrir alla muni að láta þann munað eftir sér .. og njóta kinnroðalaust. Í ystu æsar.
.
Kynórar geta kynt undir ímyndunaraflið og aukið innblástur:
Klám á ekkert skylt við raunverulegt kynlíf. Rétt eins og kynórar er klámið einmitt það; fantasia sem er ekki ætlað að þjóna sem veruleiki. Til eru fjölmargar gerðir af klámi og ekki allar þeirra eru jafn viðurstyggilegar. Sumir kjósa ljósblátt klám og aðrir erótískar og áleitnar kvikmyndir. Aðrir sækja í amatörklám þar sem fólk er í raunverulegum kynmökum og þar kveður við annan hljóm. En klámfengnar fantasíur, eins skemmtilegar og þær geta verið, – eru ekki veruleiki daglegs lífs.
Klám í hófi getur hins vegar gert þér kleift að kynnast eigin löngunum og þrám, í einrúmi eða með maka og það eitt getur orkað frelsandi. Allt er best í hófi en kynórar eru hollir fyrir sálina. Langi þér að horfa á klám, skaltu láta vaða og muna um leið – að klám á ekkert skylt við veruleika daglegs lífs – en getur orkað frelsandi á hugann.
Prófaðu bara.
Heimild: Marie Claire
Sjá einnig:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.