KLIKKUN: Fyrrum eiginmaður Sofiu Vergara krefst forræðis yfir frystum fósturvísum

Það er heitt í henni gömlu Hollywood þessa dagana. Nú hefur dómari veitt Nick Loeb, fyrrum eiginmanni þokkadísinnar Sofiu Vergara heimild til að krefjast forræði yfir tveimur frjóvguðum eggjum, sem þau Sofia létu frysta meðan þau voru enn gift – í þeirri von að þau myndu síðar meir fá staðgöngumóður til að ganga með fóstrin og fæða þeim hjónum börn.

Báðir fósturvísarnir eru kvenkyns og vísar Nick í ákveði sem þau Sofia, að hans sögn, gerðu milli sín munnlega á sínum tíma en hann segir Sofiu hafa rofið skilmála samningsins. Lögmaður Nick er á sama máli og sagði í viðtali við ET í síðastliðinni viku:

Hann lítur svo á að fósturvísarnir tveir séu ófæddar dætur hans.

sofia_vergara_comprometida_nic
Sofia og Nick meðan allt lék í lyndi ….

Lögmaður Sofiu er hins vegar á öðru máli og sagði þannig fyrir rétti í undangenginni viku að lögmaður Nick hafi tekið sér alltof langan tíma til að undirbúa málsókn sína og leggja fyrir réttinn.

Tilgangur mannsins er einfaldur; hann er að reyna að sverta nafn Sofiu og vill viðhalda eigin frægðarljóma – maðurinn er óður í fjölmiðla.

article-2700621-1FD9056000000578-380_634x882
Sofia er trúlöfuð ítalska tröllinu Joe Manganiello sem er eflaust brjálaður

Og lögmaður Sofiu segir málið hlægilegt í eðli sínu:

Þau undirrituðu bæði samkomulag þess eðlis að ekkert yrði gert við fósturvísana nema bæði gæfu samþykki sitt. Svo þetta er borðliggjandi. Maðurinn er ekki með neitt mál í höndum til að lögsækja.

Þá undirstrikaði lögmaður Sofiu þá staðreynd að fósturvísarnir tveir væru ekki einstaklingar með tilfinningar, sem eru einmitt mótrök lögmanns Nick:

Frosnir fósturvísar eru ekki lifandi börn.

Forsaga málsins nær aftur til ágúst á síðasta ári þegar Nick stefndi Sofiu fyrir rétti í þeim tilgangi að hindra leikkonuna í að eyða fósturvísunum tveimur í kjölfar skilnaðar þeirra. Við það tækifæri útskýrði Sofia að hún vildi hvorki nota né eyða fósturvísunum, heldur vildi hún halda þeim ósnertum í frysti.

0a05fadc52784b586774d5a70b571f5b
Kólumbíska leikkonan Sofia Vergara er ein af kynþokkafyllri konum heims

Þau Sofia og Nick hófu samband sitt árið 2010, trúlofuðust árið 2012 og skildu svo fyrir fullt og allt í maí 2014. Meðan þau voru enn hjón reyndu þau tvívegis að eignast barn með aðstoð staðgöngumóður en báðar tilraunir þeirra misheppnuðust. Þá tóku þau á það ráð að frysta tvo fósturvísa til viðbótar í þeirri von að meðganga yrði síðar meir möguleg, en eftir skilnaðinn fór sem hér segir að ofan.

Sofia er trúlofuð kyntröllinu Joe Manganiello í dag, sem hugsar fyrrum eiginmanni kólumbísku þokkadísarinnar þegjandi þörfina.

ET greindi frá

SHARE