Knús á dag kemur lífinu í lag – segja vísindin

Faðmlög eða knús geta bætt heilsu þína samkvæmt rannsóknum. Hverjum finnst ekki gott að fá snertingu og halda utan um einhvern sem þeim þykir ofurvænt um? Nokkur atriði eru þó vísindalega sönnuð um að faðmlög séu góð fyrir okkur:

Sjá einnig: 11 gullfallegar myndir af húðflúruðum feðrum að umfaðma börn sín

sleeping-baby

1. Draga úr ótta þínum við dauðann.

Rannsóknir sína fram á að faðmlag minnkar ótta við dauðann með því að draga úr tilvistartengdum ótta. Mannleg snerting er svo kraftmikil að hún getur látið manneskju finnast hún eiga meiri tilvistarrétt.

2. Faðmlag minnkar hjartslátt.

Rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum, gaf það til kynna að einstaklingar sem voru ekki í tengingu við maka sinn, höfðu mun hraðari hjartslátt en þau sem voru vel tengd maka sínum.

3. Börn sem eru föðmuð upplifa minna stress sem fullorðnir einstaklingar.

Ef þú vilt hjálpa framtíðinni, skaltu faðma barn! Rannsóknir sýna að börn sem er haldið utan um reglulega og föðmuð, upplifa minna stress á fullorðinsárum.

4. Bætir ónæmiskerfið.

Knúshormón mikil áhrif á það hvernig ónæmiskerfið okkar virkar. Faðmlag eru einnig slakandi og ef þú vilt betra ónæmiskerfi, skaltu knúsa eins mikið og þú getur!

SHARE