Koffínlaust, lífrænt, vegan og ómótstæðilegt!

Þið þurfið ekki að ferðast alla leið til Antwerpen til að njóta dásamlegs bolla af GingerLove og DetoxLove því drykkirnir hafa nú þegar fengið frábærar viðtökur og góða dreifingu á Íslandi og það er einhvern veginn þannig að þeir sem smakka þá, elska þá!
 bolli1
Það atvikaðist þannig árið 2006, að GingerLove drykkurinn, sem er fundinn upp og framborinn á veitingastaðnum Lombardia í Antwerpen (stofnaður árið 1972), sem tilbrigði við hefðbundið engifer te, fékk verðskuldaða athygli víða um heim, eiginlega fyrir slysni. Blaðamaður frá The Wall Street Journal hafði smakkað drykkinn á meðan dvöl í Antwerpen stóð og taldi að GingerLove eiga að vera nefnt á lista sem hann birti um það sem verður að prófa eða upplifa þegar Antwerpen er heimsótt. Því fór svo að GingerLove hlaut mikla athygli víða um heim enda drykkurinn sannarlega magnaður og ólíkur öðru því sem við tengjum við engiferdrykki og –te.
GingerLove er alls ekki “enn einn” engiferdrykkurinn og ætti alls ekki að rugla saman við tedrykki. Innihaldsefnin eru lífræn og þau leysast öll upp í bollanum þínum og hver sopi kallar á “namm” tilfinningu og lyktin ein og sér er dáleiðandi og dásamleg. Þið ykkar sem hafið prófað vitið hvað átt er við.  GingerLove á sér afar vinsælan systurdrykk sem nefnist DetoxLove og inniheldur sá, eins og GingerLove, lífrænt engifer, akasíutrefjar og matarsóda sem myndar myndarlegan froðutopp á bollanum þínum (Ítalir kallar þetta “cappuccini di frutta” eða ávaxtacappuccino) og að auki lífrænt túrmerik.  DetoxLove inniheldur einnig lífrænan ananas og sítrónur á meðan frumkvöðullinn GingerLove er lífrænn sítrusdrykkur með appelsínu og sítrónubragði.  Drykkina má blanda að vild og njóta heitra eða kaldra eða blanda saman við chia fræ og búa til grauta eða hvað svo sem okkur dettur í hug.  Þá má blanda í stakan bolla eða þynna enn frekar út í meira magni af vatni og dreypa á yfir daginn og hvað sem þið prófið þá endilega deilið því með sem flestum.  Við höfum til að mynda séð uppskrift að vegan tiramisu þar sem GingerLove var í aðalhlutverki.  Öll vitum við líka að ofneysla á kaffidrykkjum getur haft áhrif á svefn okkar, svo við nefnum nú bara það augljósa atriði, og eru GingerLove og DetoxLove orðnir ómissandi fyrir svefninn hjá hópi fólks enda er fátt betra en hlýr og notalegur bolli af GingerLove eða DetoxLove áður en við förum að sofa, það vitum við.
Stjörnur á borð við Sting og Moby hafa sést á á Lombardia veitingastaðnum og staðurinn er sannanlega mikilvæg stoppustöð þeirra sem hafa komið þangað einu sinni því aðdráttarafl GingerLove og DetoxLove er óumdeilanlegt.
Screen Shot 2016-10-10 at 16.40.14
Á Íslandi hefur Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti, ásamt fjölda fólks, tekið ástfóstri við þessa ómótstæðilegu drykki og leggur til að þeir sem vilja draga úr koffínneyslu prófi að skipta þeim út fyrir síðdegiskaffibollana í það minnsta auk þess sem hún segir “GingerLove og DetoxLove eru sykurlausir, glútenlausir, vegan og lífrænir og innihaldsefnin þannig með súpervirkni sem styðja við líkamann.  Að drekka þá er frábær leið til að njóta nærandi og styrkjandi eiginleika túrmeriks og engifers og þeir eru vatnslosandi, náttúrulega sætir og draga úr nartþörf.  DetoxLove er líka í uppáhaldi hjá mínu fólki sem er að detoxa því túrmerikið góða inniheldur andoxunarefni með hreinsandi áhrif og matarsódinn afsýrir líkamann.  Þetta eru drykkir sem er tilvalið að taka með sér í vinnuna eða í ferðalagið og njóta í staðinn fyrir allt þetta kaffi!  Auðvitað er í góðu lagi að drekka einn góðan bolla af kaffi á dag en hvernig væri að prófa að fá sér heitan GingerLove síðdegis þegar við finnum orkuna dala eða þegar okkur langar í eitthvað gott.  Það er einfaldlega frábært að finna allt þetta góða saman í einum dásamlegum bolla!”
 Screen Shot 2016-10-10 at 16.41.35
Og við tökum heilshugar undir það!
Þess má svo geta að gamni að umboðsaðili GingerLove og DetoxLove á Íslandi var settur upp í lest frá Brussel með áfangastaðinn Antwerpen í dagsferð með það eina markmið að smakka “ótrúlega, ótrúlega góðan drykk” eins og einhver sagði og þannig byrjaði þetta allt.  Eftir að sest var niður á Lombardia veitingastaðnum, eins og blaðamaður Wall Street Journal hafði gert mörgum árum áður, og umhverfið tekið inn á meðan var verið að útbúa ilmandi GingerLove bolla bar kunnulegt andlit fyrir augu. Uppi á vegg var plakat af Jónsa okkar í Sigurrós, áritað og fallegt, og þar með hófst samtal um Ísland og allskonar við Alain Indria, sem er snillingurinn á bak við drykkina góðu, og smakkbollinn varð að fullum poka til að taka með heim til Íslands og leyfa fleirum að njóta.  Útkoman varð sú að nú fæst GingerLove og DetoxLove á fjölda útsölustaða um land allt, þar á meðal í heilsuverslunum og völdum apótekum.
Unnið í samstarfi við ABEL ehf. umboðsaðila GingerLove og DetoxLove á Íslandi. www.abelheilsuvorur.is
SHARE