Kókosbolludraumur – Uppskrift

15

Æðisleg uppskrift frá vefsíðunni evabrink.com

 

Kókosbolludraumur

Svampbotnar:
4 egg
170 grömm sykur
50 grömm hveiti
50 grömm kartöflumjöl
2 tsk lyftiduft

Þeytið saman sykur og egg þangað til blandan er orðin ljós og létt. Blandið hveitinu, kartöflumjölinu og lyftiduftinu við og hrærið með sleif. Sett í tvö smurð form og bakað við 200°C í ca. 25 mínútur.

Millikrem:
1 peli rjómi
4 kókosbollur

Þeytið rjómann og setjið á neðri svampbotninn (passið ykkur að leyfa botnunum að kólna fyrst). Skerið hverja kókosbollu í fjóra bita og raðið þeim ofan á rjómann. Setjið svo efri botninn ofan á.

Súkkulaðitoppur:
200 grömm suðusúkkulaði
70 grömm smjör

Gott er að brjóta súkkulaðið í bita. Bitarnir eru svo settir í skál með smjörinu og þetta sett saman inn í örbylgjuofn þangað til smjörið er alveg bráðnað. Þá er þetta tekið út og hrært í þangað til súkkulaðið er bráðnað að fullu. Þessu er svo sett ofan á efri botn kökunnar.

Kakan geymist í kæli og er sko alls ekki síðri þegar hún er búin að fá að standa yfir nótt. Þá er rjóminn búinn að mýkja svampbotnana aðeins upp og súkkulaðið orðið stökkt og gott. Mæli með að þið gerið hana deginum áður ef þið eruð að fá fólk til ykkar í kaffi eða veislu.

25

35

42

SHARE