
Þessi er bara einfaldlega of girnileg. Kókosbolluís er bara eitthvað, eitt og sér, sem hljómar eins og tónlist í mínum eyrum. Dumle bræðingur, lætur mig slefa. Þessi uppskrift kemur frá vinkonu okkar á Matarlyst. Takk takk fyrir þessa uppskrift! Hún verður pottþétt hjá mér um aðfangadag….. jóladag, annan í jólum og alla daga fram yfir áramót.
Hráefni ísblanda
6 eggjarauður
90 g sykur
1/2 l rjómi léttþeyttur
Fylling
4 kókosbollur (1 pakki 8 litlar bollur)
20 dumle karamellur (2 pokar)
1/2 dl rjómi
Aðferð
Léttþeytið rjómann, leggið til hliðar.
Eggjarauður og sykur þeytt þar til létt og ljóst.
Blandið rjómanum varlega saman út í eggjablönduna með sleikju í smáum skömmtum.
Setjið kókosbollur út í skálina brjótið þær niður gróft með sleikju, blandið saman.
Bræðið dumlekaramellur í rjóma kælið niður með því að láta standa á borði, hrærið af og til í
Samsetning
Ég lagskipti ísnum byrja á því að setja karamellusósu upp í hliðarnar á skálinni, set ísblönduna í botninn, dassa karmellusósu yfir rétt renni hníf (sker) í ísblönduna eins og gert er við marmaraköku.
Set aftur ísblöndu yfir og koll af kolli þar til klárast ég enda á karmellu.
Setjið í frysti í að minnsta kosti 7 tíma áður en ísinn er borin fram. Gott er að láta ísinn aðeins taka sig áður en hann er borinn fram.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.