Svart-hvíta stemmingin tröllreið öllu í kringum 2006 þar sem heimili tóku á sig spítalastíl. Allt var málað hvítt og munir og húsgögn urðu að vera í svörtum tónum. En það er liðið undir lok.
Það sem fylgdi þessum stílhreina og einfalda straumi var að takmarka með öllu myndir og aðra hluti á veggi. Það var nauðsynlegt að hafa þetta í lágmarki og það var algjörlega bannað að persónugera heimilið með fjölskyldumyndum. Sem betur fer koma stílar/tíska og fara líka. Núna er aftur á móti komin bylgja um heilu myndaveggina á heimilum, fjölskylduveggi, mörg smálistaverk já eða að hafa vegginn bara með römmunum tómum.
Hlýleikinn er að ryðja sér til rúms á nýjan leik og vonandi heldur hann sér því öll viljum við að heimilið taki utan um mann þegar heim er komið. Hérna eru nokkrar myndir af nýbylgjunni og á lokamyndinni má sjá tillögur af því hvernig hægt er að raða römmum á marga vegu á veggina.
Fjölskyldutréð í orðsins fyllstu.
Blandaðar tegundir af römmum sem passa vel inn þarna.
Kalt rými, en myndirnar og rammarnir vinna þetta aðeins upp.
Óreglulegt en samt kósý.
Myndum raðað á hillur – auðvelt að breyta til.
Óregluleg uppröðun en kemur vel út.
Soldið retro stemming.
Þessi veggur er virkilega skemmtilegur,, rammarnir koma út öllum áttum, viðarrammarnir ná samt tengingu við borðið, virkilega vel heppnað.
Svörtu og hvítu rammarnir koma vel út þar sem hlýleikinn kemur frá litnum á veggnum sjálfum.
Þetta er geggjaður veggur miklar andstæður sem laða fram áhuga á að staldra við og skoða. Heildarmynd ólíkra hluta er frábær.
Stílhreint og flott uppröðun.
Færir líf í ganginn.
Tillögur hvernig er hægt að skipuleggja uppröðunina á marga vegu.
Árni býr í Reykjavík en ólst upp í Garðinum. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og nam stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að því gefnu hefur hann mikinn áhuga á stjórnmálum, ásamt því að vera mikill áhugamaður um hönnun, arkitektúr og ljósmyndun. Árni hefur gaman að tónlist og leiklist, kvikmyndum og matargerð annarra. Hann viðurkennir fúslega að vera ömurlegur í eldhúsinu og leggur ekki á nokkurn mann að koma í mat til sín. Nýja dellan er að vaða um íslenska náttúru með myndavélina og reyna að ná góðum myndum með misjöfnum árangri. Árni er mikil félagsvera og nýtur sín best í góðra vina hópi og með fjölskyldunni. Hann er dýravinur, en gengur illa að eiga gæludýr. Þau annað hvort drepast eða flýja af heiman. Árni gleymir sér á netinu við að skoða fallega hönnun, heimili og fasteignasíðurnar eru í miklu uppáhaldi. Árni deilir með okkur því sem hann fellur fyrir hverju sinni og reynir að koma víða við í stílum og hönnun til að ná til sem flestra. Árni heldur úti Facebooksíðu þar sem hann deilir hugðarefnum sínum, enda kallar hann síðuna Hugarheim Árna.