Vímulausi dagurinn verður áberandi í dag. Vímulausi dagurinn er átak sem er reyndar einu sinni í mánuði og gengur út á að fá fleiri fullorðna til að draga úr neyslu áfengis. Með því að vekja athygli opinberlega, með auglýsingum, með umtali og viðburðum. Í gegnum fréttatilkynningar, bréfum til ritstjóra, greinaskrifa og innlegg í miðla. Átakið er 25. hvers mánaðar hjá fjölmörgum IOGT félögum víða um heim. Köllum á frelsi heitir átakið á alþjóðavettvangi og gengur út á að fá umræðu um kynbundið ofbeldi upp á borðið. Við hvetjum þá sem vilja vera með að hafa samband. Öllum deildum og klúbbum IOGT, Núll prósent, Barnahreyfingar IOGT og áhugasömum er boðið að taka þátt sem ætlað er bæði félögum og almenningi.
Markmið vímulausa dagsins er að varpa ljósi á kynbundið ofbeldi sem er allt of mikið tengt áfengisneyslu. Í Evrópu er 80% ofbeldis gegn konum tengt áfengi. Með því að draga úr áfengisneyslu minnkar kynbundið ofbeldi. Það eru margar leiðir til að nálgast umræðuna, en markmiðið er það sama. Að upplýsa almenning, stjórnendur og fjölmiðla um kynbundið ofbeldi. Að skipuleggja Vímulaust umhverfi fyrir börn, unglinga og fjölskyldur.
Upplýsingar um átakið er að finna á vefnum og á Facebook
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.