
Kanadíska parið Buffy og Mike gengu í hjónaband um miðjan júlí síðastliðinn. Þau höfðu ferðast um Ísland fyrir um ári síðan og urðu algjörlega dolfallinn yfir náttúrinni í kringum Djúpavík á Ströndum.
Ári seinna voru þau mætt ásamt vinum og ættingjum til þess að láta gifta sig að Ásatrúarsið. Athöfnin fór fram við rætur Djúpavíkurfoss og var svo haldin glæsileg veisla á Hótel Djúpavík þeim til heiðurs. Þau fengu vin sinn og myndatökumanninn Vladimir Chaloupka til þess að taka upp þessa dýrmætu stund og útkoman var hreint frábær.
[vimeo width=”600″ height=”400″ video_id=”102484380″]