Feluleikur er einn af vinsælustu leikjunum hjá ungum börnum og það er ótrúlega gaman oft að sjá hvar börnum dettur í hug að fela sig. Þegar ég byrjaði að leika þennan leik með dóttur minni þá virtist hún aldrei þreytast á þessu og vildi halda þessu áfram til þess óendanlega. Við skiptumst á að fela okkur og það skemmtilega við þetta var að hún fór alltaf á sama stað og hún var nýbúin að finna mig á. Þá var ég að þykjast vera að leita og hún var alltaf jafn spennt og hélt að ég myndi sko ALDREI finna sig! Ofboðslega gaman!
Hér er myndasería af börnum sem hafa falið sig á skemmtilegan hátt. Það er dásamlega fyndið að skoða þessar myndir.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.