Komin 8 mánuði og vinnur enn hörðum höndum

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er gengin 8 mánuði með sitt annað barn. Það lítur þó ekki út fyrir að Kim sé eitthvað farin að slaka á, en í hvert skipti sem ljósmyndarar ná myndum af henni er hún ávallt í sínu fínasta pússi.

Sjá einnig: Khloe Kardashian: „Ég var alltaf feita systirin“

Á föstudaginn náðust myndir af henni í níðþröngum kjól og á pinnahælum þar sem hún var að fara að taka upp atriði fyrir raunveruleikaþáttinn hennar Keeping Up With The Kardashian.

Sjá einnig: Kim Kardashian í hvítu í stjörnufansi á viðburði InStyle

Kim klæddist bar síðan stóra gráa kápu á herðum sér en hún hefur greint frá því að henni þyki handleggir sínir svo feitir og þess vegna vilji hún alltaf hylja þá.

Með Kim í för voru systur hennar þær Kourtney, Kendall og Kylie.

2DF61B5B00000578-3297697-image-m-210_1446251679283
2DF61A8300000578-3297697-image-m-223_1446251973646

2DF61E7300000578-3297697-image-m-221_1446251932937

SHARE