Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er gengin 8 mánuði með sitt annað barn. Það lítur þó ekki út fyrir að Kim sé eitthvað farin að slaka á, en í hvert skipti sem ljósmyndarar ná myndum af henni er hún ávallt í sínu fínasta pússi.
Sjá einnig: Khloe Kardashian: „Ég var alltaf feita systirin“
Á föstudaginn náðust myndir af henni í níðþröngum kjól og á pinnahælum þar sem hún var að fara að taka upp atriði fyrir raunveruleikaþáttinn hennar Keeping Up With The Kardashian.
Sjá einnig: Kim Kardashian í hvítu í stjörnufansi á viðburði InStyle
Kim klæddist bar síðan stóra gráa kápu á herðum sér en hún hefur greint frá því að henni þyki handleggir sínir svo feitir og þess vegna vilji hún alltaf hylja þá.
Með Kim í för voru systur hennar þær Kourtney, Kendall og Kylie.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.