Komin með fullkomna sjón á nokkrum mínútum

Ég man ekki eftir því að ég hafi nokkurn tímann verið með góða sjón. Ég ólst upp í einni afskekktustu sveit landsins svo maður „skaust“ ekkert til augnlæknis því samgöngur voru ekki upp á sitt besta. Þegar ég fór svo til augnlæknis kom í ljós að ég var, eins og mig grunaði, nærsýn og þurfti að nota gleraugu í skólanum, við akstur og til að horfa á sjónvarpið.

Sjá einnig: Aðgerðin framkvæmd

Gleraugu hafa aldrei orðið eitthvað sem ég hef komist upp á lag með að nota. Þau hafa alltaf verið fyrir mér og ég fann alltaf fyrir þeim á nefinu og eyrunum mínum og einhvern veginn varð það þannig að ég fór að nota linsur frekar. Ég var kærulaus unglingur og stundum svaf ég bara með linsurnar í augunum án þess að velta því mikið fyrir mér, sem er auðvitað ekki nógu gott mál.

Mig hefur alltaf langað til að sjá vel án þess að þurfa gleraugu eða linsur. Gleraugunum fylgir ákveðið vesen, t.d. þegar maður lendir í rigningu, móðu, í ákveðnum íþróttum og fleira. Linsur koma þá í staðinn og það er alls ekki gott fyrir augun að nota linsur mikið eins og ég gerði.

Sjá einnig: Spurt og svarað um aðgerðina

Ég sá auglýsingu frá Sjónlagi í Glæsibænum og hugsaði með mér að nú væri komið að þessu. Ég var farin að vera með mikinn þurrk í augunum og stundum á kvöldin gat ég varla blikkað augunum vegna þess.

Ég bókaði mér tíma og komst að því að það fyrsta sem ég þyrfti að gera var að mæta í fyrsta viðtalið í Glæsibæ. Ég ákvað að taka þetta ferli upp og sýna ykkur því það vita það fæstir hvernig þetta fer fram, nema auðvitað þeir sem hafa farið í svona aðgerð sjálfir.

 

Hér geturðu séð meira frá þessu ferli:

 

Get ég farið í augnlaseraðgerð?

Laseraðgerðin framkvæmd á nokkrum mínútum – Þetta verður þú að sjá!

Augnlaseraðgerðin mun auðveldari en ég átti von á

Ef þið hafið einhverjar spurningar um aðgerðina eða eitthvað sem henni tengist megið þið senda mér spurningar á kidda@hun.is og ég mun svara þeim í samvinnu við Sjónlag.

sjonlaglogo

SHARE