„Komplexarnir“ fara ört minnkandi – Hera Björk söng inn á auglýsingu 10 ára gömul

Hera Björk Þórhallsdóttir er vinsæl söngkona og er þekkt fyrir að vera einlæg, brosmild og skemmtileg. Hún er ekki bara að syngja heldur rekur hún líka verslunina Púkó & Smart á Laugavegi 83. Við fengum Heru Björk til að deila með okkur nokkrum leyndarmálum í Yfirheyrslunni

 

Fullt nafn: Hera Björk Þórhallsdóttir

Aldur: 41 árs

Hjúskaparstaða: Gift

Atvinna: Söngkona og verslunareigandi

 

Hver var fyrsta atvinna þín? Það fyrsta sem ég gerði og fékk greitt fyrir var þegar ég söng inn á 3 auglýsingar þegar ég var 10 ára – fékk fyrir það 10.000 sem var engin smá peningur back in the days:-)

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Uuhhh já, ég var unglingur in the ´80 þannig að hver einasti dagur var ákveðið tískuslys;-) Átti td. í ástarsambandi við herðapúða…og svo var ég með brodda og sítt að aftan…

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Nei.

Hefurðu farið hundóánægð úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Já…fór heim og grenjaði

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Já, alltaf ef mig vantar eitthvað þá stundina…klósettpappír, handklæði, handáburð…annars ekki.

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Uuuhhh of mörg og ekkert eitt sem stendur upp úr:-)

Í hvernig klæðnaði líður þér best? Fallegum:-)

Hefurðu komplexa? Já…en þeir fara einhverra hluta vegna ört minnkandi:-)

Hver er besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt? “Jaaa nú skeit sá sem ekkert hafði rassgatið”

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? google

Seinasta sms sem þú fékkst? isbis – Auðkennisnúmerið þitt er:18078

Hundur eða köttur? Kötturinn Milla í augnablikinu:-)

Ertu ástfangin? Já, upp fyrir haus:-)

Hefurðu brotið lög?  Já því miður, umferðalögin!

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Ó já:-)

Hefurðu stolið einhverju? Stal einu sinni ávísun úr heftinu hennar mömmu…og klúðraði því í kjölfarið frá A-Ö og þurfti að taka The walk of shame!

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það?  Ég hefði farið sem skiptnemi með AFS!!

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Ætli ég verði ekki bara nokkuð svipuð því sem ég er i dag…alltaf að bralla eitthvað skemmtilegt með frábæru fólki, ferðast og njóta lífsins og barnabarnanna í botn:-D..

SHARE