Kona breytir sér í fræga karlmenn

Lucia Pittalis er enginn venjulegur förðunarfræðingur. Vopnuð eingöngu litum og penslum nær hún að breyta sér í nánast hvern sem er með ótrúlegum árangri.

Í viðtali við Huffington Post segist Lucia undirbúa sig vel fyrir hvern karakter sem hún tekst á við með því að skoða ljósmyndir, hlusta á tónlistina eða horfa á bíómyndina þar sem viðkomandi listamaður kemur við sögu. Hún stúderar andlitsföllin gaumgæfilega og segist þurfa að verða viðkomandi karakter sjálf, innra með sér, til þess að ná trúverðugleikanum. Útkoman er ótrúleg.

Lucia verður ekki í vandræðum með að slá í gegn á Hrekkjavökunni sem nálgast óðum. Hægt er að fylgjast nánar með Lucia á Instagram.

Lucia breytir sér í Sylvester Stallone

lucia

 

Lucia sem Sylvester Stallone í hlutverki Rocky

o-ROCKY-MOVIE-MAKEUP-900

 

Iggy Pop

o-IGGY-POP-MAKEUP-900

 

Walter White úr þáttunum Breaking Bad

lucia3

 

 

Jim Morrison úr hljómsveitinni The Doors

lucia4

 

Keith Richards

lucia6

 

Kirk Hammett úr Metallica

lucia7

 

 

Don Vito Corleone úr The Godfather

lucia8

 

 

Líkar þér þessi grein? Smelltu á like takkann og deildu gleðinni.

SHARE