Linda nokkur Ackley datt ekki í hug að hún væri barnshafandi þegar hún ákvað að fara til læknis vegna þess að magi hennar var uppþembdur. Þegar konan kom til læknisins datt þeim hvorugum í hug að hún gæti verið ófrísk þar sem henni hafði verið sagt að hún gæti ekki eignast börn vegna sýkingar sem hún hafði fengið eftir aðgerð fyrir tveimur árum.
Læknirinn ákvað að taka sneiðmynd af Lindu og í ljós kom að hún var barnshafandi og ekki nóg með það heldur var hún gengin framyfir með barnið.
Linda var send í bráðakeisara og tóku læknarnir á móti heilbrigðu stúlkubarni. Linda og maðurinn hennar eru í skýjunum með litla kraftaverkið sitt en auðvitað fengu þau vægt sjokk enda búin að afskrifa barneignir alveg. Stúlkan fékk nafnið Kimberly Kay.
Hjónin fóru heim með stúlkuna síðastliðinn mánudag og fengu hjálp frá vinum, kunningjum og nágrönnum við að gera allt tilbúið fyrir barnið og fá það dót sem þau vantaði.
Kraftaverkin gerast aldeilis!