Það er gaman að fara í rússíbana en slysin geta alltaf átt sér stað. Það var í borginni Arlington í Texas í fyrradag sem kona lést þegar hún féll úr rússíbana. Rússíbaninn er með þeim stærstu í heimi og er um fimmtíu metra hár.
Konan virðist hafa fallið úr vagni sínum í beygju og sjónvarvottar voru mjög skelkaðir eftir atvikið. Rússíbananum hefur verið lokað meðan málið er rannsakað. Konan var með börnum sínum í garðinum og talið er að ungur sonur hennar hafi verið í vagninum fyrir framan hana. Mögulegt er að konan hafi misst meðvitund áður en hún féll úr vagninum en það á líklega eftir að koma í ljós á næstu vikum.
Hér er frétt um málið:
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”o0ASbPMHyF8#at=117″]