Kona skrifar leiðbeiningar fyrir kærastann um kvíða

Það getur verið erfitt fyrir þá sem eru ekki með kvíða að skilja þá sem eru með kvíða. Það getur verið mjög erfitt fyrir maka manneskju með kvíða að vita hvað hann/hún á að gera og hvernig hann/hún getur verið til staðar. Það getur orðið til allskonar misskilningur og gremja sem getur bara gert kvíðann verri.

Kelsey Darragh er leikkona sem glímir við kvíða og kvíðaköst. Hún bjó til þennan lista til að hjálpa kærastanum sínum við að skilja hvernig hún myndi vilja að hann hjálpaði henni.

 

15 raunhæfir hlutir sem þú getur gert til að hálpa mér í gegnum kvíðakast.

1. Þú verður að skilja að ég er hrædd + ég get ekki útskýrt hvað er að. Gerðu það ekki „fríka“ út eða vera pirraður við mig.

2.Finndu lyfin mín ef þau eru ekki nálægt + láttu mig taka þau.

3. Öndunaræfingar munu pirra mig en þær eru mjög mikilvægar og láttu mig endilega anda í sama takti og þú

4. Komdu blíðlega með uppástungur að því sem við getum gert saman til að beina huga mínum frá kvíðanum (EKKI SEGJA MÉR HVAÐ ÉG ÞARF/ÆTTI að [og hlustaðu á mig þegar ég segi nei við einhverju])

5. Ef kvíðinn veldur óraunveruleikakennd= Minntu mig á að það hefur gerst áður + Þetta mun líka ganga yfir!  Það gerir það alltaf en er helv*** óhuggulegt þegar það gerist. Þú gætir sagt mér einhverjar skemmtilegar staðreyndir um mig eða líf okkar saman sem munu láta mig brosa og hlæja 🙂

6. Vatnssopar geta hjálpað en ekki segja mér að ég þurfi að borða eða drekka, því TREYSTU MÉR mér líður eins og ég sé að fara að æla

7. Andaðu með mér

8. Ef við getum farið úr þeim aðstæðum sem við erum í – farðu með mig heim!

9. Viltu í guðs bænum vera mjög mjög góður við mig. Ég er ekki eins og ég á að mér að vera + Ég skammast mín + Er með samviskubit yfir því að leggja þetta á mig svo gerðu það ekki vera pirraður á mér :/

10. Stundum er stórt, laust og langt faðmlag eitthvað sem lætur mér líða eins og ég sé örugg.

11. Að hjálpa mér við andardráttinn er erfitt en algjörlega lykilinn

12. Ef þetta er mjög slæmt, hringdu þá í mömmu, systur mína eða bestu vinkonu mína. 

13. Segðu mér að berjast ekki á móti þessu, heldur leyfa þessu bara að líða hjá. Því meira sem ég reyni að stjórna þessu (eða þú reynir að stjórna þessu) þeim mun verra verður þettta. 14. Hafðu samúð með mér. Þú skilur kannski ekki kvíðann, en þú skilur mig.  

15. Þegar þetta líður hjá (nokkrum klukkustundum síðar) byrjaðu samtal við mig um þetta. Hvernig stóð ég mig? Hvað getum við gert næst?

Kelsey

 

Heimildir: Diply

SHARE