Konan hans er með heilabilun – Hann innréttaði nýja heimilið eins og það gamla til að auðvelda henni flutninginn

Kærleikurinn flytur fjöll  það er alveg á hreinu og þetta er dæmi um sanna ást sem endist til æviloka.

Hann er innanhúsarkítekt og lagði sig allan fram að endurskapa heimili þeirra hjónanna á nýjum stað. Þau þurftu að flytja en konan var komin með heilabilun og hann óttaðist að það yrði henni ofviða að flytja í nýtt umhverfi. Þess vegna endurgerði hann heimilið þeirra.

Hann er hættur störfum en endurgerði gamla heimilið þeirra á nýjum stað. Á starfsferli sínum leysti hann oft vandasöm verk. En þó að honum hafi oft verið treyst fyrir mikilvægum verkefnum segir hann að þetta síðasta verk sitt sé það langmikilvægasta á öllum ferli sínum.

„Hún Júlía mín var greind með heilabilun 2009 og þá fluttum okkur nær fjölskyldu okkar því að börnin okkar vilja styðja okkur“.

Eftirfarandi mynd var tekin áður en konan veiktist.

Lét nýja heimili þeirra líta út eins og það gamla

„Okkur var sagt að það gæti reynst fólki með heilabilun erfitt að takast á við miklar breytingar. Ég velti því fyrir mér fram og aftur hvernig ég gæti gert henni flutninginn sem auðveldastan. Það virtist augljóst að ég ætti að nota það sem ég kann að gera til að hjápa konunni minni!”

Muircroft kom meira að segja myndum og skrautmunum fyrir á nýja heimilinu eins og hafði verið á  gamla heimilinu. Gluggatjöld, litir og hvaðeina er eins og var á heimili þeirra.“Þetta er mesta og mikilvægasta verk sem ég hef unnið“, segir hann.

Það er staðreynd að það getur verið mjög erfitt fyrir fólk með heilabilun að flytja í nýtt umhverfi. Það sem eiginmaður konunnar gerði er fagurt dæmi um hvað er hægt að gera þegar kærleikurinn ræður för! Þetta er dæmi um sanna ást og ást sem endist til æviloka.

 Heimild

SHARE