Það muna líklega flestir eftir myndbandinu af konunni sem virtist vera að taka einhverskonar frekjukast á manninn sinn. Myndbandið gekk á milli manna út um allan heim eftir að eiginmaður konunnar birti það á YouTube. Nú hefur konan í myndbandinu stigið fram og hún segir að maðurinn sinn sé fantur. Myndbandið getur þú séð hér.
Whitney Mongiat og eiginmaður hennar James, giftu sig í maí á síðasta ári. Brúðkaupið var haldið úti og af myndum að dæma virðast þau mjög hamingjusöm.
Hjónabandið entist ekki lengi en Whitney hefur nú sótt um skilnað. Konan í myndbandinu, sem er hjúkrunarkona, sparkar og öskrar og það getur verið erfitt fyrir áhorfendur að átta sig á hvað býr að baki en fólk sem sá myndbandið varð hneykslað á hegðun konunnar.
Á þessum örlagaríka degi segir Whitney að parið hafi verið búið að plana að eyða deginum saman ásamt vinum þeirra á bátnum. Eftir að parið steig upp í bílinn tjáði maður hennar henni að þau gætu ekki farið á bátinn þar sem að hann þyrfti að sinna húsverkum. Það var þá sem Whitney missti stjórn á skapi sínu.
“Ég fæ aldrei það sem ég vil, ég vil bara einn dag, einn dag!” Öskraði hún: “Einn dag þar sem við getum farið í bátsferð á vatninu”
James segir hinsvegar að hann hefði ekki lofað konunni sinni neinu, hann segir: “Ég hafði unnið 60 tíma þessa vikuna og hafði sagt henni að ég ætlaði að nota laugardaginn í að klára það sem ég þurfti heima fyrir. En eins og venjulega tók hún frekjukast.”
Whitney segir að eiginmaður hennar hafi gert sér leik af því að espa hana upp. Hún viðurkennir að hún hafi brotnað niður en það hafi einungis verið vegna þess að eiginmaður hennar kom illa fram. Ekki bætti það úr skák þegar eiginmaður hennar birti umdeila myndbandið á YouTube og hún segir að hún hafi skammast sín mikið þar sem vinir, fjölskylda og vinnufélagar hennar hafi allir séð það.
Sótti um skilnað
Konan hefur nú sótt um skilnað og myndbandið hefur verið fjarlægt af YouTube. Sagt var að það innihéldi efni sem ætlað væri til þess að “áreita, leggja í einelti eða ógna.”
James segist hins vegar ekki sjá eftir neinu. Hann segir: “Þetta hefur gengið á í langan tíma og ég ákvað loksins að taka til minna ráða.”
Eftir að bílferðinni lauk flutti James út og sótti um nálgunarbann gegn konu sinni.