Elisabeth Dunker er sænsk og hannar ótrúlega fallegar vörur undir merkinu “Fine little day” sem hún stofnaði árið 2007. Síðan þá hefur fyrirtækið hennar vaxið og dafnað og hefur hún m.a. stofnað vefverslun þar sem hún selur einnig vörur eftir aðra hönnuði sem hún hefur boðið að hanna undir merkinu Fine little day. Hún heldur líka úti skemmtilegu bloggi þar sem hún fjallar um allt milli himins og jarðar sem varðar hönnun, list, handverk, bækur og myndlist barna svo eitthvað sé nefnt.
Hér er svo sannarlega á ferð gott konfekt fyrir augað.
Fyrir áhugasama er tengill á bloggið hennar er HÉR og vefverslunina HÉR.
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.