Konukvöld á Akureyri í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð

Verslunarmiðstöðin Sunnuhlíð á Akureyri ætlar að halda gott kvöld sem ætlað er konum,
Fimmtudaginn 13 júní.
Ennþá er verið að móta kvöldið en unnið er að því að hafa það sem skemmtilegast og mynda þægilega stemmingu í þessu frábæra húsnæði sem er nú stöðugt að bæta við sig nýjum búðum og starfsemi.

Verslanir í Sunnuhlíð verða með opið og með ýmis tilboð í gangi:
Föndra Akureyri
Snyrtistofan Lind
Gleðigjafinn
Quiltbúðin
Ræktin
Karisma
Adam og Eva
Imprimo fatamerkingar
Nu Skin

Einnig verða básar á staðnum en það sem komið er verður:
Bleikar neglur
Dís design
Linda Rós
Forever.is
Vasaúr og skart
Sif Hjartardóttir – veski
Aðalheiður Hreiðarsdóttir
Gler Ást
Undirföt.is
Fabia.is

Happadrætti verður í boði verslana á staðnum, miðinn kostar ekkert, heldur þarf aðeins að mæta á svæðið til að vera með.

Kaffihúsastemming verður sett upp og verður hægt að kaupa kökusneið og kaffi en Aflið mun sjá um kökusöluna og ágóðinn verður til styrktar þessum góðu samtökum.

Eldfjallabrugg verður á staðnum til að gefa okkur smakk af þeirra góðu veigum.
Ölgerðin ætlar að bjóða okkur upp á Kristal.
Tískusýning verður klukkan 21:00
Dregið verður í happadrættinu eftir tískusýninguna
Kynning af flottum vörum

Eins og áður er nefnt er kvöldið enn í bígerð svo stöðugt er verið að bæta við það sem verður í boði.
Það má finna um atburðinn á Facebook hér.

Vonum að sem flestar mæti og njóti kvöldsins með okkur.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here