Konur! – Estrógen stýrir okkur

Þennan fróðleik um estrógen er að finna á http://lifandilif.is

Hormónarnir þínir bera ábyrgð á því hvernig þú hugsar, hvernig þér líður og hvernig þú lítur út.  Kona, sem hefur jafnvægi á hormónónunum er fljót að hugsa og með gott minni.  Hún er orkumikil yfir daginn án þess að drekka koffein, sofnar auðveldlega að kveldi og vaknar úthvíld.  Hún hefur heilbrigða matarlyst og heldur kjörþyngd án mikillar fyrirhafnar.  Hún hefur heilbrigt hár, húð og neglur.  Hún er í tilfinningalegu jafnvægi og á auðvelt með að takast á við streitu.  Þegar hún fer á blæðingar, þá þjáist hún ekki af miklum óþægindum.  Þegar fer að líða að breytingarskeiði, þá fer hún inn í þetta nýja tímabil án mikilla aukaverkana.  

Ef þetta á ekki við um þig, þá er líklegt að einhverjir hormónar séu ekki í jafnvægi.  

Magdalena Wszelaki, hormóna- og næringasérfræðingur  (https://hormonesbalance.com/) hefur gert það að atvinnu sinni að hjálpa konum að lagfæra hormónaójafnvægi með réttri næringu og bætiefnum.  Hún hefur sett upp einföld hormónapróf sem gefa einhverjar hugmyndir um hvað gæti verið að.  Prófin koma að sjálfsögðu ekki í staðin fyrir nákvæmar prufur hjá lækni en þau eru góð byrjun.   Ef þú svarar “já” við meira en þremur spurningum í hverju prófi, þá er líklegt að það hormón sem verið er að prófa sé í ójafnvægi. 

Estrógen

Estrógen finnst bæði í líkömum karla og kvenna en í mun meira magni hjá konum enda gegnir það gríðarlega mikilvægu hlutverki fyrir þær.  Hormónið tekur þátt í því að stjórna tíðahring þeirra ásamt því að gegna stóru hlutverki við meðgöngu og fósturþroska.  Estrógen er einnig mikilvægt þegar kemur að kynlífi.  Þegar líður að breytingaskeiði þá minnkar gjarnan estrógenið í líkamanum sem hefur áhrif á þurrk í leggöngum, kynlífslöngun og stundum verður það sársaukafullt fyrir konur að stunda kynlíf.  Svita- og/eða hitaköst bætast síðan gjarnan við – sem gerir hjónalífið erfiðara og meira “ó-sexy”.

Estrógen er einnig mikilvægt fyrir andlega heilsu.  Með aldrinum er eðlilegt að við förum að gleyma hinu og þessu hægt og rólega en með of lítið estrógen fer minnið mun hraðar.  Einnig hefur það áhrif á beinin okkar, hjartað, húðina og almenna vellíðan. 

Estrógen tríóið

Það eru þrjár tegundir af estrógeni: estradíól, estróne og estríól.  Þau finnast í líkamanum í mismunandi hlutföllum eftir því hvar við erum á lífsleiðinni.  

Estradíól finnst að mestu í ungum stúlkum og sér að mestu um kynþorska þeirra.   Á þessu tímabili er estradíól um 80% en hin 20% skiptast á milli hinna tveggja, estróne og estríól.  Þegar við eldumst og líður að breytingaskeiði þá breytast hlutföllin hægt og rólega.  Á þessu tímabili fer líkaminn að framleiða að mestu estróne sem hjálpar okkur að verjast ýmsum sjúkdómum m.a. krabbameini.  Estríól er framleitt í miklu magni þegar kona verður ófrísk og út meðgönguna.  Nýrnahetturnar framleiða þó ávalt örlítið af estríóli.  Skortur á estríóli getur valdið hitakófi og legangaþurrki.  

Of mikið estrógen getur einnig verið mjög stórt vandamál.  Rannsóknir hafa m.a. sýnt að það er fylgni á milli of mikils estrógens í líkamanum og krabbameins.  Það er þó ekki einungis þegar hlutfallið er hátt heldur einnig þegar mikið ójafnvægi er á milli estrógen hormónanna þriggja.  Það geta verið margar ástæður fyrir því að of mikið af estrógeni safnist í líkömum okkar.  Getnarðarvarnarpillur innihalda töluvert af estrógeni og geta því hækkað hlutfallið.  Offita getur valdið of miklu estrógeni og er þyngdaraukning oft fyrsta einkennið af of miklu estrógeni í líkamanum.  Estrógen býr til fitu – fita býr til estrógen – og það estrógen býr til meiri fitu.  

Of mikið estrógen?

  1. Ertu með æðaslit og/eða æðahnúta?
  2. Ertu með appelsínuhúð?
  3. Færðu miklar blæðingar?
  4. Hefur þú fengið trefjaæxli í eggjastokka eða í brjóst?
  5. Upplyfir þú eirðarleysi, skapsveiflur og/eða kvíða?
  6. Færðu oft höfuðverk eða mígreniskast rétt fyrir blæðingar?
  7. Áttu auðvelt með að safna fitu á mjaðmir?
  8. Notar þú getnaðarvarnarpillu?
  9. Hefur þú fengið óvenju miklar blæðingar nýlega eða óvæntar blæðingar eftir að hafa verið hætt í meira en eitt ár?
  10. Hefur þú verið óvenju þrútin, með mikinn bjúg sem erfitt er að losna við?
  11. Hefur þér fundist brjóstin hafa stækkað eða hefur þú verið aumari í þeim en venjulega?
  12. Ert þú með legslímuflakk/legslímuvillu eða mjög sársaukafullar blæðingar?
  13. Hefur þú fundið fyrir þunglyndi nýlega?
  14. Grætur þú stundum án þess að vita af hverju?
  15. Áttu erfitt með að sofna?
  16. Hefur gallblaðran þín verið fjarlægð eða áttu í vandræðum með hana?

Það er vel mögulegt að hafa bæði of mikið og of lítið af estrógeni í líkamanum.  Það geta verið tvær ástæður fyrir því:

  • Þú hefur almennt lágt hlutfall af estrógeni (og einkennin sýna það) en of hátt hlutfall af estradíóli og því hefur þú einnig einkenni þess að vera með of hátt hlutfall af hormóninu.
  • Þú hefur almennt lágt hlutfall af estrógeni (og einkennin sýna það) en estradíólið er of hátt miðað við prógesterón magnið í líkamanum.  Því færð þú einnig öll einkenni þess að vera með of hátt hlutfall af estrógeni.  

Of lítið estrógen?

  1. Ertu með lélegt minni? (veist t.d. ekki af hverju þú fórst inn í eitthvað herbergi)
  2. Færðu oft nætursvita og/eða hitakóf?
  3. Áttu stundum erfitt með að halda þvagi eða þarftu mjög oft að fara á salernið?
  4. Finnst þér þú vera viðkvæmari og tilfinningaríkari en þú varst á yngri árum?
  5. Finnur þú fyrir þunglyndi, kvíða og/eða meiru sinnuleysi en venjulega?
  6. Áttu erfitt með að sofna eða að sofa alla nóttina?
  7. Finnur þú fyrir verkjum í liðum?
  8. Hefur þú misst áhugann á líkamsrækt?
  9. Ertu með beinþynningu?
  10. Hefur þú fundið fyrir þurrki í leggöngum?
  11. Hefur þú fundið fyrir þurrki í augum og/eða í húð?
  12. Hefur þú litla löngun til að stunda kynlíf?
  13. Er það sársaukafullt fyrir þig að stunda kynlíf?
  14. Er húð óvenju litlaus, vantar allan ljóma?
  15. Er húð þín að þynnast?
  16. Eru brjóst þín að skreppa saman og slappast?
  17. Ert þú komin á breytingaskeiðið?
  18. Ert þú komin með auka bingó vöðva eða hefur þú fitnað nýlega á kvið?

Estrógen er flókið hormón (eins og væntanlega þau öll) og mikilvægt er að passa að það sé í jafnvægi.  Mataræðið er þar mikilvægur þáttur.  Baunir, hveitiklíð, ávextir, grænmeti og hörfræ eru sérstaklega góðir kostir til að halda öllu í jafnvægi.  Mikilvægt er að fá nóg af Vítamíni-C, karótíni og Vítamínum-B til að hækka estrógenið.  

Ýmis bætiefni sem gætu hjálpað að taka inn:

  • Vítamín A
  • Vítamín E
  • Bór
  • Sink
  • Slöngujurt (Black Cohosh)
  • Chasteberry
  • Dong Quai
  • Maca
  • Rauðsmári (Red Clover)
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here